Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 16:31 Jude Bellingham og félagar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Arsenal á morgun en eru staðráðnir í að gera það. Getty/Marc Atkins Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira