Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 14:03 Þyrlan hrapar yfir New York á fimmtudag. AP/Bruce Wall Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður. Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00