Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 10:35 Öll börn fá inni á leikskólum Reykjavíkurborgar frá átján mánaða aldri á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira