Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:01 Marcelo fagnar hér einum af fimm Meistaradeildartitlum sínum með Real Madrid en Braslíumaðurinn hefur trú á sínu gamla liði þrátt fyrir slæma stöðu á móti Arsenal. Getty/Denis Doyle Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu. Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira