Andriy Shevchenko á leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 09:32 Andrei Shevchenko var leikmaður ítalska félagsins AC Milan þegar hann fékk Gullknöttinn fyrir árið 2004. Getty/New Press Knattspyrnusamband Íslands fær góðan gest í heimsókn til landsins í næsta mánuði en þar er á ferðinni einn besti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi. KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi.
KSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira