Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 14. apríl 2025 11:33 Nú blasir við að loka þurfi geðendurhæfingarúrræði í Reykjavík sem hefur staðið ungu fólki á aldrinum 18-30 ára til boða síðustu ár. Þetta unga fólk á það sameiginlegt að falla undir svokallaðan NEET hóp, það eru þau sem ekki eru í vinnu, virkni eða námi. Um er að ræða ungmenni með fjölþættan vanda, eru á einhverfurófi eða eru með geðrænar áskoranir sem hamla í daglegu lífi. Þau hafa flest öll búið við félagslega einangrun um langt skeið, jafnvel þannig að þau loka sig af í herbergjum sínum og samskipti við aðra á heimilinu eru af skornum skammti. Að vera ung manneskja í slíkri stöðu er ógn við líf og heilsu. Hvað er endurhæfing? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út skilgreiningu á endurhæfingu sem stuðst er við í flestum vestrænum löndum. Heilbrigðisstéttir sem koma að endurhæfingu leggja ríka áherslu á að endurhæfing þurfi að vera aðgengileg fólki á öllum aldri og með fjölbreyttar þarfir. Markmiðið er að efla færni og þátttöku í daglegum athöfnum og hlutdeild í samfélaginu - hvort heldur sem er í aðstæðum heima, í skóla, vinnu eða við tómstundaiðju. Endurhæfing á að vera valdeflandi samstarfsferli þar sem litið er á fulla þátttöku og hlutdeild í samfélaginu sem mannréttindi. Fagfélög heilbrigðisstétta hafa mörg hver bent á að skilgreining WHO sé of þröng og hugsanlega útilokandi fyrir suma hópa sem sannarlega þyrftu endurhæfingu. Í samráðsferli fyrir endurhæfingarstefnu stjórnvalda 2020 var til að mynda lögð til eftirfarandi skilgreining sem leiðarljós í stefnumörkun og mótun endurhæfingarþjónustu hér á landi: Endurhæfing miðar að því að efla líkamlega, andlega og félagslega færni fólks á öllum aldri sem býr við eða er hætt við færniskerðingu. Áhersla er lögð á sjálfstæði og sjálfræði fólks og möguleika þess á að lifa innihaldsríku lífi. Endurhæfing tekur mið af þörfum og aðstæðum hvers og eins og þeim umhverfisþáttum sem kunna að hamla þátttöku fólks í daglegu lífi og draga úr lífsgæðum þess. Endurhæfing er samstarfsverkefni notanda þjónustunnar, fagfólks og aðstandenda. Hún felur í sér skýr markmið og krefst samfellu og samræmdra aðgerða sem byggja á bestu þverfaglegu þekkingu og viðurkenndu verklagi. Hvað er þá starfsendurhæfing? WHO skilgreinir hana ekki sérstaklega og lítur svo á að hún sé hluti af heildrænni endurhæfingu með áherslu á að einstaklingar með heilsubrest eða færniskerðingar geti tekið þátt í vinnu eða virkni. Í nágrannalöndunum er samkomulag um það að starfsendurhæfing skuli fela í sér heildræna nálgun sem tekur til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta þannig að efla megi þátttöku fólks á vinnumarkaði. Mismunandi er eftir löndum hvaða stjórnvald ber ábyrgð á málaflokknum og fjármagnar starfsendurhæfingu sem slíka, en almennt er litið svo á að það sé sameiginlegt verkefni heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda. Það má því vera ljóst að samþætting og samkomulag um ábyrgð, fjármögnun og fyrirkomulag þjónustunnar er nauðsynlegt. Er starfsendurhæfing heilbrigðisþjónusta? Í umræðunni undanfarnar vikur hafa komið fram ýmis sjónarmið um það hvað sé starfsendurhæfing og hvað ekki. Þeir ráðamenn sem eru í forsvari fyrir málaflokkinn halda því fram að starfsendurhæfing sé ekki heilbrigðisþjónusta og þess vegna eigi heilbrigðsráðuneytið ekki að fjármagna hana. Þessi einföldun er ekki hjálpleg og lýsir úreltri afstöðu. Eins og áður sagði er í dag litið svo á að starfsendurhæfing sé hluti af endurhæfingu enda miði hún ávallt að því að bæta færni og þátttöku viðkomandi einstaklings í samfélaginu. Til grundvallar liggur heilsubrestur eða færniskerðing sem í samspili við umhverfisþætti hamlar þátttöku á vinnumarkaði. Við bendum á að til þess að komast í starfsendurhæfingu hjá VIRK þarf vottorð um heilsubrest frá lækni. Þau sem veita þjónustu undir regnhlíf VIRK eru langflest heilbrigðismenntað fagfólk. Að auki þurfa þeir aðilar, sem til dæmis gera samninga við starfsendurhæfingarsjóðinn að hafa starfsleyfi og staðfestingu vegna stofureksturs frá Embætti landlæknis. Hvað er ekki heilbrigðisþjónusta hér? Hver er stefnan í endurhæfingarmálum? Lengi hefur verið bent á að hér á landi skorti heildstæða stefnu og samfellu í endurhæfingu það var því fagnaðarefni þegar Heilbrigðisráðuneytið birti tillögur að endurhæfingarstefnu 2020. Grípum niður í plaggið. Þar kemur meðal annars fram að ábyrgð á endurhæfingu hér á landi skiptist milli heilbrigðisráðherra annars vegar og félagsmálaráðherra hins vegar. WHO leggur á hinn bóginn til að endurhæfing sé öll á hendi heilbrigðismálayfirvalda. Það er alfarið stjórnsýsluleg ákvörðun hvernig málum er háttað hér á landi og stjórnkerfið ber ábyrgð á því að endurhæfingarþjónusta, hvaða nafni sem hún nefnist og hvar sem hún er veitt, sé aðgengileg því fólki sem á henni þarf að halda. Það er vissulega ákveðin hindrun fólgin í því að lagaákvæði um endurhæfingu eru á víð og dreif í kerfinu og falla ýmist undir heilbrigðis- eða félagsmálaráðuneyti. Árum saman hefur verið ákall, frá fagfólki og öðrum hagaðilum um skýra stefnu stjórnvalda, bætt skipulag og samhæfingu hvað varðar endurhæfingarmál hér á landi. Fagfólk og hagsmunasamtök hafa einnig bent á að sárlega vanti stefnumörkun og samþættingu í endurhæfingu fyrir fólk með öðruvísi taugaþroska og geðrænar áskoranir. Það er ekki boðlegt árið 2025 að ráðuneytin vísi hvert á annað! Tölvan segir nei Hvers vegna á að leggja Janus endurhæfingu niður? Jú, stjórnvöld hafa ákveðið að endurnýja ekki þríhliða samning sem gerður var milli Janusar, VIRK og Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins haustið 2023. Samning um það að leggja sérstaka áherslu á faglega, heildræna nálgun og samfellu í endurhæfingarferli fyrir ungt fólk, enda þekkt úr rannsóknum að slíkt er vænlegast til árangurs. Að meðaltali hafa 56% skjólstæðinga Janusar endurhæfingar náð markmiðum sínum, ef horft er til síðustu þriggja ára og útskrifast í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Látið er að því liggja að Janus endurhæfing vilji ekki starfa með VIRK. Við spyrjum: Hver setur leikreglurnar? Það er faglega glórulaust að leggja niður endurhæfingarúrræði sem mætir þörfum þessa viðkvæma hóps, byggir á gagnreyndri þekkingu, áratuga reynslu og dýrmætum mannauði. Árangur Janusar er skýr, einstaklingum og samfélagi til hagsbóta. Sérstaklega í ljósi þess að einhverft fólk kemur víðast hvar að lokuðum dyrum þegar það leitar eftir geðheilbrigðisþjónustu. Þann 1. júní skellir Janus endurhæfing í lás. Hér er það greinilega kerfið sem ræður för og „tölvan segir nei!“ Við biðlum til beggja ráðherra sem bera ábyrgð á málaflokknum að hlusta á raddir skjólstæðinga, aðstandandenda og fagfólks, um að tryggja fjármagn til reksturs Janusar endurhæfingar sem allra fyrst. Höfundar eru fagfólk með áratuga reynslu af starfi með börnum og ungu fólki í viðkvæmri stöðu og aðstandendum þeirra. Laufey Elísabet Gissurardóttir, þroskaþjálfi Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi Þóra Leósdóttir, iðjuþjálfi Heimildir og stuðningsefni: Háskólinn á Akureyri og Embætti landlæknis. (2015). Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF). Stutt útgáfa. https://iris.who.int/bitstream/handle/10665/42417/9789979952756_ice.pdf?sequence=11&isAllowed=y Janus endurhæfing (2025, mars). Saga Janusar endurhæfingar – tímalína.https://janus.is/frettasafn/saga-janusar-endurhaefingar-timalina Maribo T, Ibsen C, Thuesen J, Nielsen CV, Johansen JS, Vind AB (Red.). (2022). Hvidbog om rehabilitering, 1. udgave. Rehabiliteringsforum Danmark, Aarhus.https://www.rehabiliteringsforum.dk/siteassets/publikationer/publikationerlitteratur/hvidbog-2-udgave_180522-til-web.pdf Stjórnarráð Íslands. (2020). Endurhæfing: Tillögur að endurhæfingarstefnu.https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Endurhaefing-tillogur-ad-stefnu_Sept2020.pdf Virk starfsendurhæfingarsjóður. (2011, febrúar). Hvað er starfsendurhæfing?https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/hvad-er-starfsendurhaefing World Health Organization. (2019). Rehabilitation in health systems: guide for action. Geneva: World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Einhverfa Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú blasir við að loka þurfi geðendurhæfingarúrræði í Reykjavík sem hefur staðið ungu fólki á aldrinum 18-30 ára til boða síðustu ár. Þetta unga fólk á það sameiginlegt að falla undir svokallaðan NEET hóp, það eru þau sem ekki eru í vinnu, virkni eða námi. Um er að ræða ungmenni með fjölþættan vanda, eru á einhverfurófi eða eru með geðrænar áskoranir sem hamla í daglegu lífi. Þau hafa flest öll búið við félagslega einangrun um langt skeið, jafnvel þannig að þau loka sig af í herbergjum sínum og samskipti við aðra á heimilinu eru af skornum skammti. Að vera ung manneskja í slíkri stöðu er ógn við líf og heilsu. Hvað er endurhæfing? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út skilgreiningu á endurhæfingu sem stuðst er við í flestum vestrænum löndum. Heilbrigðisstéttir sem koma að endurhæfingu leggja ríka áherslu á að endurhæfing þurfi að vera aðgengileg fólki á öllum aldri og með fjölbreyttar þarfir. Markmiðið er að efla færni og þátttöku í daglegum athöfnum og hlutdeild í samfélaginu - hvort heldur sem er í aðstæðum heima, í skóla, vinnu eða við tómstundaiðju. Endurhæfing á að vera valdeflandi samstarfsferli þar sem litið er á fulla þátttöku og hlutdeild í samfélaginu sem mannréttindi. Fagfélög heilbrigðisstétta hafa mörg hver bent á að skilgreining WHO sé of þröng og hugsanlega útilokandi fyrir suma hópa sem sannarlega þyrftu endurhæfingu. Í samráðsferli fyrir endurhæfingarstefnu stjórnvalda 2020 var til að mynda lögð til eftirfarandi skilgreining sem leiðarljós í stefnumörkun og mótun endurhæfingarþjónustu hér á landi: Endurhæfing miðar að því að efla líkamlega, andlega og félagslega færni fólks á öllum aldri sem býr við eða er hætt við færniskerðingu. Áhersla er lögð á sjálfstæði og sjálfræði fólks og möguleika þess á að lifa innihaldsríku lífi. Endurhæfing tekur mið af þörfum og aðstæðum hvers og eins og þeim umhverfisþáttum sem kunna að hamla þátttöku fólks í daglegu lífi og draga úr lífsgæðum þess. Endurhæfing er samstarfsverkefni notanda þjónustunnar, fagfólks og aðstandenda. Hún felur í sér skýr markmið og krefst samfellu og samræmdra aðgerða sem byggja á bestu þverfaglegu þekkingu og viðurkenndu verklagi. Hvað er þá starfsendurhæfing? WHO skilgreinir hana ekki sérstaklega og lítur svo á að hún sé hluti af heildrænni endurhæfingu með áherslu á að einstaklingar með heilsubrest eða færniskerðingar geti tekið þátt í vinnu eða virkni. Í nágrannalöndunum er samkomulag um það að starfsendurhæfing skuli fela í sér heildræna nálgun sem tekur til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta þannig að efla megi þátttöku fólks á vinnumarkaði. Mismunandi er eftir löndum hvaða stjórnvald ber ábyrgð á málaflokknum og fjármagnar starfsendurhæfingu sem slíka, en almennt er litið svo á að það sé sameiginlegt verkefni heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda. Það má því vera ljóst að samþætting og samkomulag um ábyrgð, fjármögnun og fyrirkomulag þjónustunnar er nauðsynlegt. Er starfsendurhæfing heilbrigðisþjónusta? Í umræðunni undanfarnar vikur hafa komið fram ýmis sjónarmið um það hvað sé starfsendurhæfing og hvað ekki. Þeir ráðamenn sem eru í forsvari fyrir málaflokkinn halda því fram að starfsendurhæfing sé ekki heilbrigðisþjónusta og þess vegna eigi heilbrigðsráðuneytið ekki að fjármagna hana. Þessi einföldun er ekki hjálpleg og lýsir úreltri afstöðu. Eins og áður sagði er í dag litið svo á að starfsendurhæfing sé hluti af endurhæfingu enda miði hún ávallt að því að bæta færni og þátttöku viðkomandi einstaklings í samfélaginu. Til grundvallar liggur heilsubrestur eða færniskerðing sem í samspili við umhverfisþætti hamlar þátttöku á vinnumarkaði. Við bendum á að til þess að komast í starfsendurhæfingu hjá VIRK þarf vottorð um heilsubrest frá lækni. Þau sem veita þjónustu undir regnhlíf VIRK eru langflest heilbrigðismenntað fagfólk. Að auki þurfa þeir aðilar, sem til dæmis gera samninga við starfsendurhæfingarsjóðinn að hafa starfsleyfi og staðfestingu vegna stofureksturs frá Embætti landlæknis. Hvað er ekki heilbrigðisþjónusta hér? Hver er stefnan í endurhæfingarmálum? Lengi hefur verið bent á að hér á landi skorti heildstæða stefnu og samfellu í endurhæfingu það var því fagnaðarefni þegar Heilbrigðisráðuneytið birti tillögur að endurhæfingarstefnu 2020. Grípum niður í plaggið. Þar kemur meðal annars fram að ábyrgð á endurhæfingu hér á landi skiptist milli heilbrigðisráðherra annars vegar og félagsmálaráðherra hins vegar. WHO leggur á hinn bóginn til að endurhæfing sé öll á hendi heilbrigðismálayfirvalda. Það er alfarið stjórnsýsluleg ákvörðun hvernig málum er háttað hér á landi og stjórnkerfið ber ábyrgð á því að endurhæfingarþjónusta, hvaða nafni sem hún nefnist og hvar sem hún er veitt, sé aðgengileg því fólki sem á henni þarf að halda. Það er vissulega ákveðin hindrun fólgin í því að lagaákvæði um endurhæfingu eru á víð og dreif í kerfinu og falla ýmist undir heilbrigðis- eða félagsmálaráðuneyti. Árum saman hefur verið ákall, frá fagfólki og öðrum hagaðilum um skýra stefnu stjórnvalda, bætt skipulag og samhæfingu hvað varðar endurhæfingarmál hér á landi. Fagfólk og hagsmunasamtök hafa einnig bent á að sárlega vanti stefnumörkun og samþættingu í endurhæfingu fyrir fólk með öðruvísi taugaþroska og geðrænar áskoranir. Það er ekki boðlegt árið 2025 að ráðuneytin vísi hvert á annað! Tölvan segir nei Hvers vegna á að leggja Janus endurhæfingu niður? Jú, stjórnvöld hafa ákveðið að endurnýja ekki þríhliða samning sem gerður var milli Janusar, VIRK og Sjúkratrygginga Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins haustið 2023. Samning um það að leggja sérstaka áherslu á faglega, heildræna nálgun og samfellu í endurhæfingarferli fyrir ungt fólk, enda þekkt úr rannsóknum að slíkt er vænlegast til árangurs. Að meðaltali hafa 56% skjólstæðinga Janusar endurhæfingar náð markmiðum sínum, ef horft er til síðustu þriggja ára og útskrifast í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Látið er að því liggja að Janus endurhæfing vilji ekki starfa með VIRK. Við spyrjum: Hver setur leikreglurnar? Það er faglega glórulaust að leggja niður endurhæfingarúrræði sem mætir þörfum þessa viðkvæma hóps, byggir á gagnreyndri þekkingu, áratuga reynslu og dýrmætum mannauði. Árangur Janusar er skýr, einstaklingum og samfélagi til hagsbóta. Sérstaklega í ljósi þess að einhverft fólk kemur víðast hvar að lokuðum dyrum þegar það leitar eftir geðheilbrigðisþjónustu. Þann 1. júní skellir Janus endurhæfing í lás. Hér er það greinilega kerfið sem ræður för og „tölvan segir nei!“ Við biðlum til beggja ráðherra sem bera ábyrgð á málaflokknum að hlusta á raddir skjólstæðinga, aðstandandenda og fagfólks, um að tryggja fjármagn til reksturs Janusar endurhæfingar sem allra fyrst. Höfundar eru fagfólk með áratuga reynslu af starfi með börnum og ungu fólki í viðkvæmri stöðu og aðstandendum þeirra. Laufey Elísabet Gissurardóttir, þroskaþjálfi Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi Þóra Leósdóttir, iðjuþjálfi Heimildir og stuðningsefni: Háskólinn á Akureyri og Embætti landlæknis. (2015). Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF). Stutt útgáfa. https://iris.who.int/bitstream/handle/10665/42417/9789979952756_ice.pdf?sequence=11&isAllowed=y Janus endurhæfing (2025, mars). Saga Janusar endurhæfingar – tímalína.https://janus.is/frettasafn/saga-janusar-endurhaefingar-timalina Maribo T, Ibsen C, Thuesen J, Nielsen CV, Johansen JS, Vind AB (Red.). (2022). Hvidbog om rehabilitering, 1. udgave. Rehabiliteringsforum Danmark, Aarhus.https://www.rehabiliteringsforum.dk/siteassets/publikationer/publikationerlitteratur/hvidbog-2-udgave_180522-til-web.pdf Stjórnarráð Íslands. (2020). Endurhæfing: Tillögur að endurhæfingarstefnu.https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Endurhaefing-tillogur-ad-stefnu_Sept2020.pdf Virk starfsendurhæfingarsjóður. (2011, febrúar). Hvað er starfsendurhæfing?https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/hvad-er-starfsendurhaefing World Health Organization. (2019). Rehabilitation in health systems: guide for action. Geneva: World Health Organization.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun