Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 06:09 Agnes Veronika hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Reykjavíkurborg Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01
Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06