Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 22:33 Kylian Mbappé gekk skömmustulegur af velli eftir að hafa fengið fyrsta rauða spjaldið í búningi Real Madrid. Hann gæti misst af úrslitaleik spænska bikarsins. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Kylian Mbappé fékk beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu fyrr í dag. Davide Ancelotti, aðalþjálfari Real Madrid í fjarveru föður síns Carlo, segir Mbappé ekki ofbeldisfullan að eðlisfari, hann hafi brugðist illa við brotum en átt skilið rautt spjald. „Ég hef ekki talað við hann um þetta en Kylian er ekki ofbeldisfullur að eðlisfari, hann baðst strax afsökunar og veit upp á sig sökina“ sagði Ancelotti um tæklinguna sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var snúið í rautt af myndbandsdómaranum. “Þetta er augljóst rautt spjald og hann mun sætta sig við afleiðingarnar. Hann brást illa við eftir að það var brotið oft á honum, þess vegna brást hann svona við. Sem réttlætir þetta auðvitað ekki, en það er það sem gerðist” sagði Ancelotti einnig. Mbappé fékk nokkrar byltur fyrr í leiknum og brást illa við. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Óvíst er hversu langt bann Mbappé fær en alla jafnan gefur spænska knattspyrnusambandið eins til þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald. Bannið gildir bæði í deild og bikar, sem þýðir að Mbappé myndi missa af úrslitaleiknum gegn Barcelona ef hann fær þriggja leikja bann. Hann verður hins vegar ekki í banni þegar Real Madrid tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni. Madrídingar þurfa að vinna upp þriggja marka forystu á þriðjudaginn. Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Ég hef ekki talað við hann um þetta en Kylian er ekki ofbeldisfullur að eðlisfari, hann baðst strax afsökunar og veit upp á sig sökina“ sagði Ancelotti um tæklinguna sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var snúið í rautt af myndbandsdómaranum. “Þetta er augljóst rautt spjald og hann mun sætta sig við afleiðingarnar. Hann brást illa við eftir að það var brotið oft á honum, þess vegna brást hann svona við. Sem réttlætir þetta auðvitað ekki, en það er það sem gerðist” sagði Ancelotti einnig. Mbappé fékk nokkrar byltur fyrr í leiknum og brást illa við. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Óvíst er hversu langt bann Mbappé fær en alla jafnan gefur spænska knattspyrnusambandið eins til þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald. Bannið gildir bæði í deild og bikar, sem þýðir að Mbappé myndi missa af úrslitaleiknum gegn Barcelona ef hann fær þriggja leikja bann. Hann verður hins vegar ekki í banni þegar Real Madrid tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni. Madrídingar þurfa að vinna upp þriggja marka forystu á þriðjudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira