Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 22:33 Kylian Mbappé gekk skömmustulegur af velli eftir að hafa fengið fyrsta rauða spjaldið í búningi Real Madrid. Hann gæti misst af úrslitaleik spænska bikarsins. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Kylian Mbappé fékk beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu fyrr í dag. Davide Ancelotti, aðalþjálfari Real Madrid í fjarveru föður síns Carlo, segir Mbappé ekki ofbeldisfullan að eðlisfari, hann hafi brugðist illa við brotum en átt skilið rautt spjald. „Ég hef ekki talað við hann um þetta en Kylian er ekki ofbeldisfullur að eðlisfari, hann baðst strax afsökunar og veit upp á sig sökina“ sagði Ancelotti um tæklinguna sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var snúið í rautt af myndbandsdómaranum. “Þetta er augljóst rautt spjald og hann mun sætta sig við afleiðingarnar. Hann brást illa við eftir að það var brotið oft á honum, þess vegna brást hann svona við. Sem réttlætir þetta auðvitað ekki, en það er það sem gerðist” sagði Ancelotti einnig. Mbappé fékk nokkrar byltur fyrr í leiknum og brást illa við. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Óvíst er hversu langt bann Mbappé fær en alla jafnan gefur spænska knattspyrnusambandið eins til þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald. Bannið gildir bæði í deild og bikar, sem þýðir að Mbappé myndi missa af úrslitaleiknum gegn Barcelona ef hann fær þriggja leikja bann. Hann verður hins vegar ekki í banni þegar Real Madrid tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni. Madrídingar þurfa að vinna upp þriggja marka forystu á þriðjudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
„Ég hef ekki talað við hann um þetta en Kylian er ekki ofbeldisfullur að eðlisfari, hann baðst strax afsökunar og veit upp á sig sökina“ sagði Ancelotti um tæklinguna sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var snúið í rautt af myndbandsdómaranum. “Þetta er augljóst rautt spjald og hann mun sætta sig við afleiðingarnar. Hann brást illa við eftir að það var brotið oft á honum, þess vegna brást hann svona við. Sem réttlætir þetta auðvitað ekki, en það er það sem gerðist” sagði Ancelotti einnig. Mbappé fékk nokkrar byltur fyrr í leiknum og brást illa við. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Óvíst er hversu langt bann Mbappé fær en alla jafnan gefur spænska knattspyrnusambandið eins til þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald. Bannið gildir bæði í deild og bikar, sem þýðir að Mbappé myndi missa af úrslitaleiknum gegn Barcelona ef hann fær þriggja leikja bann. Hann verður hins vegar ekki í banni þegar Real Madrid tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni. Madrídingar þurfa að vinna upp þriggja marka forystu á þriðjudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira