Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2025 09:00 Steinunn Björnsdóttir spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í fyrrakvöld. Hún fer fyrir liðinu sem gerir kröfu um brottrekstur Ísraels úr alþjóðlegri keppni. Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira