Albert og félagar misstigu sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2025 15:15 Albert Guðmundsson skýlir boltanum í leiknum gegn Parma. getty/Andrea Martini Fiorentina missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina og lék fyrstu 77 mínútur leiksins. Hann hefur komið við sögu í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu og skorað sex mörk. Leikurinn var frekar bragðdaufur og fá opin færi litu dagsins ljós. Markverðir liðanna áttu nokkuð náðugan dag og héldu þegar uppi var staðið báðir hreinu. Fiorentina, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er í 8. sæti deildarinnar með 53 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Parma hefur aftur á móti gert fimm jafntefli í röð. Liðið er í 16. sæti með 28 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn
Fiorentina missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina og lék fyrstu 77 mínútur leiksins. Hann hefur komið við sögu í tuttugu deildarleikjum á tímabilinu og skorað sex mörk. Leikurinn var frekar bragðdaufur og fá opin færi litu dagsins ljós. Markverðir liðanna áttu nokkuð náðugan dag og héldu þegar uppi var staðið báðir hreinu. Fiorentina, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er í 8. sæti deildarinnar með 53 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Parma hefur aftur á móti gert fimm jafntefli í röð. Liðið er í 16. sæti með 28 stig, fjórum stigum frá fallsæti.