Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2025 16:10 Kylian Mbappé fékk sitt fyrsta rauða spjald í búningi Real Madrid í dag. getty/Juan Manuel Serrano Arce Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eduardo Camavinga kom Real Madrid yfir með góðu skoti yfir utan vítateig á 34. mínútu. Fjórum mínútum síðar fékk Mbappé rautt spjald fyrir gróft brot á Antonio Blanco, miðjumanni Alavés. Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman hálfleik hélt Real Madrid út og fagnaði mikilvægum sigri. Real Madrid er með 66 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Bæði lið eiga eftir að leika sjö leiki. Spænski boltinn
Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eduardo Camavinga kom Real Madrid yfir með góðu skoti yfir utan vítateig á 34. mínútu. Fjórum mínútum síðar fékk Mbappé rautt spjald fyrir gróft brot á Antonio Blanco, miðjumanni Alavés. Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman hálfleik hélt Real Madrid út og fagnaði mikilvægum sigri. Real Madrid er með 66 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Bæði lið eiga eftir að leika sjö leiki.