Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2025 08:31 Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir glaðar í bragði. Sú síðarnefnda lék sinn síðasta landsleik í gær. vísir/hulda margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær. Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Ísland var svo gott sem öruggt með farseðilinn á HM eftir tólf marka sigur í fyrri leiknum gegn Ísrael í fyrradag, 39-27. Þrátt fyrir það slógu íslensku stelpurnar ekkert af í leiknum í gær, unnu hann með tíu mörkum, 21-31, og einvígið samanlagt með 22 mörkum, 70-48. Leikirnir á Ásvöllum fóru fram án áhorfenda vegna tilmæla lögreglu. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Ásvelli bæði í gær og fyrradag til að mótmæla framgangi Ísraels gagnvart Palestínu. Mikið hefur mætt á íslenska liðinu undanfarna daga og eftir leikinn viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson að þeir hefðu reynst leikmönnum erfiðir. Ísland hefur nú tryggt sér sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð og þriðja stórmótinu í röð. HM fer fram í Hollandi og Þýskalandi 26. nóvember til 14. desember næstkomandi. Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á Ásvöllum í gær og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. „Eitt eilífðar smáblóm ...“vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir brýst í gegnum vörn Ísraela.vísir/hulda margrét Arnar Pétursson íbygginn á svip.vísir/hulda margrét Þórey Anna var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk.vísir/hulda margrét Dana Björg Guðmundsdóttir hefur stimplað sig vel inn í íslenska liðið.vísir/hulda margrét Berglind Þorsteinsdóttir og Andrea Jacobsen einbeittar í vörninni.vísir/hulda margrét Thea Imani Sturludóttir skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Steinunn fremst í hraðaupphlaupi.vísir/hulda margrét Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í gær og skoraði tvö mörk.vísir/hulda margrét Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tólf skot í marki Íslands.vísir/hulda margrét Íslensku leikmennirnir fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ísland er aftur orðinn fastagestur á stórmótum.vísir/hulda margrét Haukastelpurnar Inga Dís, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Elín Klara og Rut Jónsdóttir.vísir/hulda margrét Íslenska liðið sem tryggði sér sæti á HM.vísir/hulda margrét
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira