Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 09:02 Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun