Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2025 14:41 Svuntan sem er til sölu er bleik sem en liturinn var í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru heitinni. Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga. Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga.
Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira