Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:58 Erjur ofurstjarnanna tveggja rekja sig 21 ár aftur í tímann. Getty Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Hollywood Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna)
Hollywood Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira