„Ég tek þetta bara á mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:34 Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, tók ábyrgð á tapinu eftir að hafa átt slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það. Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Sjá meira
Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Sjá meira