Lífið

Lauf­ey sendir lekamönnum tóninn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Laufey er ekki sátt með að lögin hennar hafi lekið.
Laufey er ekki sátt með að lögin hennar hafi lekið.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“

Laufey birtir skilaboðin í myndbandi sem hún titlar „Dónalegt“ á Instagram. Myndbandið hefst á því að Laufey stendur úti á gólfi í svefnherbergi sínu, heldur fyrir munninn og hristir á sér hausinn meðan upphafstónar „From the Start,“ hennar vinsælasta lags, spilast. 

Lagið reynist svo vera remix og í stað íðilfagrar söngraddar Laufeyjar þá rappar Tupac disslagið „Hit 'Em Up“. Á meðan Laufey hristir hausinn og lýsir vandlætingu með því að sveifla bæði höndum og vísifingri heyrast þessar grjóthörðu og grófu línur:

First off, fuck your bitch and the clique you claim

Westside, when we ride, come equipped with game

You claim to be a player, but I fucked your wife

Óvíst er hvort skilaboðin beinast að einum tilteknum einstaklingi eða fleirum. En Laufey er í það minnsta ekki sátt eins og sjá mér hér að neðan:

Tónlist Laufeyjar hefur farið sigurför um heiminn síðustu ár og fékk hún Grammy-verðlaun fyrir síðustu plötu sína, Bewitched, sem kom út 2023. 

Hún hefur undanfarið verið að vinna að sinni þriðju plötu og fimmtudag kom út singúllinn „Silver Lining“ sem er talinn vera sá fyrsti af nýju plötunni. Með laginu kom út tónlistarmyndband sem gerist á grímuballi og er tekið upp á 35mm filmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.