Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar, staðfesti þetta við fréttastofu og sagði hæstarétt hafa sent áfrýjunarleyfið til verjenda til umsagnar.
Sindri Snær og Ísidór Nathansson voru sýknaðir af ákæru um undirbúning hryðjuverka bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti.
Fyrir rétt tæpum mánuði síðan féll dómur í Landsrétti þar sem þeir voru sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni en voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Í dómnum sagði að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að mennirnir hafi ætlað að fremja hryðjuverk.
Þegar verjendur mannanna hafa skilað inn umsögnum tekur þriggja manna hópur dómara afstöðu til þess hvort áfrýjunarleyfið verður veitt eða ekki.