„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:54 Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Getty/Spicer Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum. Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum.
Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira