Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 09:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. „Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
„Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira