Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 11:31 Hildur í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50
„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47