Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu dillað sér á HM í Bandaríkjunum eftir sex ár eins og þegar þær fögnuðu EM-sæti í fyrra. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00