Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu dillað sér á HM í Bandaríkjunum eftir sex ár eins og þegar þær fögnuðu EM-sæti í fyrra. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Ljóst er að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2031 og í Bretlandi 2035, með 48 þjóðum í stað 32 á mótinu sem fram fer í Brasilíu árið 2027. Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Íslenska landsliðið er byrjað að feta leiðina í átt að HM í Brasilíu með leikjum sínum í Þjóðadeildinni, þar sem liðið mætir Noregi á Þróttarvelli á morgun kl. 16:45 og svo Sviss næsta þriðjudag, einnig kl. 16:45 á Þróttarvelli. Takist Íslandi að halda sér í A-deild aukast líkurnar verulega á að liðið komist á HM þegar undankeppnin fer fram á næsta ári. Nú er svo orðið ljóst hverjir næstu HM-gestgjafar á eftir Brasilíu verða. Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi nefnilega frá því í dag að Bandaríkin hefðu lýst yfir áhuga sínum á að halda HM 2031, mögulega í samstarfi við fleiri þjóðir úr Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku. England, Skotland, Wales og Norður-Írland ætla svo að halda HM 2035 sem þar með verður fyrsta heimsmeistaramótið í Bretlandi síðan HM karla fór þar fram árið 1966. Greiðari leið en áður Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að halda HM 2031 og 2035 rann út á mánudag og eru Bandaríkin og Bretland þau einu sem gerðu það. Þau eiga svo eftir að leggja fram formlega umsókn sem verður alveg örugglega samþykkt. „Það er því allt til staðar til að HM kvenna árið 2031 og 2035 verði haldin af stórþjóðum og muni enn efla fótbolta kvenna,“ sagði Infantino. Hann staðfesti einnig að frá og með 2031 yrðu 48 þjóðir á HM kvenna, eins og hjá körlunum, sem ætti að auðvelda Íslandi að komast á mótið. Ekki er þó ljóst hve mikið HM-sætum Evrópuþjóða mun fjölga. Ísland hefur aldrei komist á HM en var óhemju nálægt því að komast inn á HM 2023 þegar liðið tapaði í framlengdum umspilsleik gegn Portúgal, eftir 1-0 tap gegn Hollandi í leik þar sem jafntefli hefði einnig dugað til að liðið kæmist á HM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31 „Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15 „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2. apríl 2025 17:31
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2. apríl 2025 15:15
„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. 1. apríl 2025 16:00