Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2025 15:23 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sendi yfirlýsingu frá félaginu. Hinu megin á myndinni má sjá skjáskot af myndbandi af handtöku mannsins sem var með byssuna. Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira