„Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 16:00 Alexandra Jóhannsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir mætir í góðu formi til liðs við íslenska landsliðið fyrir komandi leiki við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Hún hefur byrjað vel á nýjum stað í Svíþjóð. Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Alexandra gekk í raðir Kristianstad í Svíþjóð frá Fiorentina á Ítalíu fyrir nýhafna leiktíð. Hún hefur farið vel af stað í upphafi leiktíðar. Alexandra lagði upp í fyrsta leik og skoraði í þeim næsta en Kristianstad er með þrjú stig eftir þá fyrstu tvo leiki í deildinni. Hún hefði þó fremur kosið sigur í fyrsta leiknum. Klippa: Alexandra vel stemmd „Þetta hefur byrjað ágætlega, hjá mér persónulega. En stoðsending í fyrsta leik gerir kannski ekki mikið ef þú vinnur ekki leikinn. Ég hefði frekar tekið sigurinn en stoðsendingu,“ segir Alexandra. Hún er liðsfélagi þeirra Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýjar Árnadóttur hjá sænska liðinu og kann vel við að hafa aðra íslenska leikmenn með sér. „Mér líður ótrúlega vel. Það hafa allir komið mér rosalega vel inn í þetta og halda voðalega vel utan um mig. Íslendingarnir eru búnir að taka mig inn í fjölskylduna, þetta er rosalega gott. Þetta er svolítið fjölskylduumhverfi og maður finnur hvað Íslendingarnir standa vel saman og þétt við bakið á hvorum öðrum,“ segir Alexandra, sem hefur ekki haft íslenska liðsfélaga áður á tíma sínum í Þýskalandi og á Ítalíu. „Þetta er frábrugðið lífinu á Ítalíu og í Þýskalandi. Ég er ekki vön þessu. Ég er vön því að vera eini Íslendingurinn, með enga aðra í kringum mig, svo mér líður svolítið eins og ég sé heima,“ segir Alexandra. Ekkert vandamál að spila á Valbjarnarvelli Einhverjir leikmenn æfðu í gær á meðan aðrir fóru í ræktina eftir átök með félagsliði um helgina. Þá æfði allur hópurinn saman á Þróttarvelli í dag. „Hópurinn kom saman í gær og þeir sem voru kannski að spila minna æfðu í gær og svo fyrsta alvöru æfingin í dag. Það er flott æfing í dag, ég held að allir geti verið sammála um það, góð ákefð og góður fókus,“ segir Alexandra. Hún segir þá rótið á liðinu, sem spilar á heimavelli Þróttar í komandi leikjum, ekki hafa áhrif. „Nei, nei. Við höfum allar spilað á Íslandi og spilað á öllum þessum völlum hérna heima. Svo sjáum við Laugardalsvöllinn þarna hinu megin, okkur líður bara vel,“ segir Alexandra. Missir af Glódísi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun ekki spila komandi leiki. Hún hefur aldrei misst úr landsleik vegna meiðsla og því eilítið sérstakt að mæta til leiks með landsliðinu og hún fjarverandi. „Jú, auðvitað. Það er svakalegur missir fyrir okkur, fyrirliðinn okkar og leiðtogi liðsins. Það bara gefur öðrum tækifæri til að stíga upp og taka við keflinu,“ segir Alexandra. Ísland er með eitt stig í Þjóðadeildinni eftir fyrstu tvo leikina við Sviss og Frakkland ytra í síðasta mánuði. Stefnan er að fjölga stigunum í komandi heimaleikjum við Noreg og Sviss. „Við hefðum viljað hafa náð í fleiri stig í síðasta glugga. En ef og hefði. Auðvitað förum við inn í leikinn á föstudaginn til að sækja þrjú stig. Við byrjum þar og sjáum svo með þriðjudaginn,“ segir Alexandra. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira