Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2025 09:06 Stundum er sagt að happdrætti sé skattur á fólk sem skilur ekki tölfræði. Samkvæmt þeirri speki er skattahækkun á Lottóspilara á næsta leiti. Vísir/Vilhelm Líkurnar á því að vinna fyrsta vinning í Lottói verða minni en einn á móti milljón ef kúlum verður fjölgað um þrjár eins og Íslensk getspá hefur óskað eftir. Hærra hlutfall af vinningum í Lottói á einnig að renna til þeirra sem eru með allar aðaltölur réttar. Breytingin sem Íslensk getspá hefur óskað eftir að dómsmálaráðuneytið geri á reglugerð fyrir talnagetraunir er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Hún felst fyrst og fremst í því að fjölga kúlunum úr 42 í 45. Heitið breytist þá úr Lottó 5/42 í Lottó 5/45. Fulltrúi Íslenskrar getspár sagði RÚV að breytingunni væri ætlað að mæta fólksfjölgun á Íslandi. Afleiðing þess að fjölga kúlunum sem dregið er úr um þrjár er að líkurnar á vnningi dvína töluvert. Þannig fara líkurnar á því að ná fimm aðaltölunum réttum úr einum á móti 850.668 í einum á móti 1.221.759. Líkurnar á minnstu vinningunum minnka einnig. Þær eru nú 1:128 að fá vinning fyrir þrjár réttar aðaltölur en með breytingunni yrðu líkurnar 1:165. Einnig er lagt til að breyta því hvernig heildarpotturinn skiptist. Fram að þessu hafa 54,5 prósent vinningar í Lottói skipst jafnt á milli þeirra sem hafa allar fimm aðaltölur réttar en lagt er til að það hlutfall verði 57 prósent. Hlutdeild þeirra sem hafa fjórar aðaltölur og bónustölu rétta á að færast úr 2,5 prósentum í tvö prósent. Á móti verður hlutdeild þeirra sem hafa tvær aðaltölur réttar og rétta bónustölu aukin úr átta prósentum í tíu. Fjárhættuspil Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Breytingin sem Íslensk getspá hefur óskað eftir að dómsmálaráðuneytið geri á reglugerð fyrir talnagetraunir er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Hún felst fyrst og fremst í því að fjölga kúlunum úr 42 í 45. Heitið breytist þá úr Lottó 5/42 í Lottó 5/45. Fulltrúi Íslenskrar getspár sagði RÚV að breytingunni væri ætlað að mæta fólksfjölgun á Íslandi. Afleiðing þess að fjölga kúlunum sem dregið er úr um þrjár er að líkurnar á vnningi dvína töluvert. Þannig fara líkurnar á því að ná fimm aðaltölunum réttum úr einum á móti 850.668 í einum á móti 1.221.759. Líkurnar á minnstu vinningunum minnka einnig. Þær eru nú 1:128 að fá vinning fyrir þrjár réttar aðaltölur en með breytingunni yrðu líkurnar 1:165. Einnig er lagt til að breyta því hvernig heildarpotturinn skiptist. Fram að þessu hafa 54,5 prósent vinningar í Lottói skipst jafnt á milli þeirra sem hafa allar fimm aðaltölur réttar en lagt er til að það hlutfall verði 57 prósent. Hlutdeild þeirra sem hafa fjórar aðaltölur og bónustölu rétta á að færast úr 2,5 prósentum í tvö prósent. Á móti verður hlutdeild þeirra sem hafa tvær aðaltölur réttar og rétta bónustölu aukin úr átta prósentum í tíu.
Fjárhættuspil Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira