Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:58 Það er gott að vera búinn að undirbúa sig fyrir langvarandi rafmagnsleysi, vatnsskort og fleira. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins. Almannavarnir Rafmagn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
„Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins.
Almannavarnir Rafmagn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent