Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2025 21:14 Tveir af sigurvegurum skólans eða þau Árný Ingvarsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson með Páli Sveinssyni, skólastjóra og Írisi Dröfn Kristjánsdóttur, þjálfara liðsins og kennara í íslensku í skólanum. Á myndina vantar þriðja keppandann eða Elísabetu Kristel Þorsteinsdóttur, sem var veik þegar myndin var tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum. Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend
Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira