Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2025 21:14 Tveir af sigurvegurum skólans eða þau Árný Ingvarsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson með Páli Sveinssyni, skólastjóra og Írisi Dröfn Kristjánsdóttur, þjálfara liðsins og kennara í íslensku í skólanum. Á myndina vantar þriðja keppandann eða Elísabetu Kristel Þorsteinsdóttur, sem var veik þegar myndin var tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir mega vera ánægðir með sig nemendurnir þrír í Vallaskóla á Selfossi, sem sigruðu Stóru upplestrarkeppnina í Árborg en keppt var á milli fjögurra skóla. Kennarar, þjálfari og skólastjóri eru að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir árangrinum. Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Stóra upplestrarkeppnin á meðal nemenda í 7. bekk bekk fer víða fram um land þessa dagana. Keppnin á milli grunnskóla Árborgar fór nýlega fram að þá kepptu fulltrúar Barnaskólans á Eyrarbakka- og Stokkseyri og Sunnulækjarskóla og Stekkjarskóla á Selfoss. Sigurvegararnir þrír, þar að segja fyrsta, annað og þriðja sæti koma úr Vallaskóla á Selfossi. Kennararnir eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangur nemenda í keppninni. En hverju þakka þeir þennan góða árangur? „Æfingunni fyrst og fremst og natni hjá krökkunum að halda sig við af efninu,“ segir Ingólfur Kjartansson, umsjónarkennari í 7. bekk. „Þetta er aðallega þeirra metnaður og vinna,“ segir Karitas Nína Viðarsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk og María Ágústsdóttir, sem er líka umsjónarkennari í 7. bekk bætir við. „Það var svo gaman að sjá breytinguna á krökkunum frá því að við kynntum þetta fyrir þeim á Degi íslenskra tungu og þá var alveg af bekknum, ég ætla ekki að taka þátt, ég ætla ekki að taka þátt en svo í lokin voru allir sem stóðu upp og allir, sem lásu.“ Stoltir umsjónakennarar í 7. bekk í Vallaskóla eða þau frá vinstri, María Ágústsdóttir, Ingólfur Kjartansson og Karitas Nína Viðarsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú heyrir maður oft í umræðunni, það er verið að kvarta, krakkar á Íslandi kunna ekki að lesa, hverju svarið þið því ? „Við erum ósammála, við erum bara algjörleg ósammála því. Við ætlum að vona að það verði ekki talað við neina aðra en okkur eftir þetta,“ segja þau öll í kór. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm)) 0:14 Þið eruð þrjú úr Vallaskóla í efstu sætunum, er það ekki er vel gert hjá ykkur? „Það er bara mjög vel gert hjá okkur enda hafa verið miklar og margar æfingar hjá okkur“, segir Árný Ingvarsdóttir ein af sigurvegurunum og nemandi í Vallaskóla. „Þetta felst í að þjálfa upplestur. Svo er náttúrulega gefið fyrir raddstyrk, raddbeitingu, líkamsstöðu og blæbrigði og túlkun, bara að þjálfa þessi atriði,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, þjálfari hópsins og íslenskukennari í Vallaskóla. Mikið er lagt upp úr lestri í kennslustundum í Vallaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara æfi mig oft heima að lesa og tók mér margar æfingar að tala fyrir framan svona stóran sal og bara með mömmu og pabba að æfa mig. Þetta var alveg erfitt og stressandi en fór vel í lokin,“ segir Arnar Bent Brynjarsson, nemandi í Vallaskóla, sem sigraði keppnina. Og skólastjórinn, hann er að sjálfsögðu stoltur yfir sínu fólki. „Þetta er frábær árangur að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni hérna í Árborg. Við leggjum mikla áherslu á lestur og leikræna tjáningu í skólanum og gerum mikið úr því að byrja að þjálfa vel og kenna náttúrulega á yngstu stigum og viljum svo halda áfram og erum að móta læsistefnu skólans í takti við læsisstefnu Árborgar, sem er að koma út á næstu misserum,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri Vallaskóla. Sigurvegarnir þrír úr Vallaskóla, frá vinstri. Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Kristel Þorsteinsdóttir og Arnar Bent Brynjarsson.Aðsend
Árborg Grunnskólar Krakkar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira