Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 08:00 Blysum var hent inn á völlinn í höllinni í Belgrad áður en leikurinn í gær gat hafist. Twitter Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni. Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic. EHF-bikarinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic.
EHF-bikarinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira