Mette Frederiksen heldur til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen heimsótti Grænland og þáverandi landstjórnarformann Múte B. Egede árið 2022. EPA/Chistian Klindt Sølbeck Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða. Grænland Danmörk Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða.
Grænland Danmörk Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira