Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. mars 2025 21:01 Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S., og Ásdís Ásgeirsdóttir, leigubifreiðastjóri. Vísir/Sigurjón Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir nýja gæðavottun ekki stuðla að mismunun og vonast til að vottunin muni koma til með að auka traust farþega til leigubílstjóra. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“ Leigubílar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“
Leigubílar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira