Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Hólmfríður Gísladóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:25 Inga sagði Flokk fólksins ekkert viðkvæman fyrir umfjöllun fjölmiðla, þau væru „grjóthörð“. Samfélagið þyrfti á fjölmiðlum að halda. Vísir/Vilhelm „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“. Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“.
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira