Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 09:21 Bátar sjást leita að fólki úr kafbátnum Sindbad sem sökk nærri Hurghada í Egyptalandi í gær. AP Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið. Kafbáturinn Sindbad var í útsýnisferð um kóralrif um kílómetra undan strönd ferðamannabæjarins Hurghada í Egyptalandi þegar honum hlekktist á í gærmorgun. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 39 farþegum og fimm manna áhöfninni en sex rússneskir ferðamenn létust. Rússneskir fjölmiðlar segja að tvö börn séu á meðal þeirra látnu. Samkvæmt egypskum yfirvöldum liggja dætur hjóna sem fórust í slysinu slasaðar á sjúkrahúsi. Níu ferðamenn eru slasaðir, þar af fjórir lífshættulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamennirnir sem voru um borð voru frá Rússlandi, Indlandi, Noregi og Svíþjóð en áhöfnin var egypsk. Sindbad hefur verið gerður út til útsýnisferða af þessu tagi um árabil. Hann gat kafað niður á tuttugu til tuttugu og fimm metra dýpi og gátu ferðamenn virt fyrir sér kóralrif og sjávardýr í gegnum stýr kýraugu á hliðum hans. Amr Hanafy, ríkisstjóri Rauðahafs, segir að kafbáturinn hafi haft fullgilt leyfi og að stjórnandi ferðarinnar hafi verið með tilskilin réttindi. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað. Samtök ferðaþjónustufyrirtækja í Rússlandi segir að kafbáturinn hafi rekist á kóralrif og misst þrýsting á um tuttugu metra dýpi. BBC hefur eftir breskum manni sem ferðaðist með kafbátnum í febrúar að hann hafi virst í góðu ástandi og búinn nútímalegum tækjum. Egyptaland Hafið Ferðaþjónusta Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Kafbáturinn Sindbad var í útsýnisferð um kóralrif um kílómetra undan strönd ferðamannabæjarins Hurghada í Egyptalandi þegar honum hlekktist á í gærmorgun. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 39 farþegum og fimm manna áhöfninni en sex rússneskir ferðamenn létust. Rússneskir fjölmiðlar segja að tvö börn séu á meðal þeirra látnu. Samkvæmt egypskum yfirvöldum liggja dætur hjóna sem fórust í slysinu slasaðar á sjúkrahúsi. Níu ferðamenn eru slasaðir, þar af fjórir lífshættulega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamennirnir sem voru um borð voru frá Rússlandi, Indlandi, Noregi og Svíþjóð en áhöfnin var egypsk. Sindbad hefur verið gerður út til útsýnisferða af þessu tagi um árabil. Hann gat kafað niður á tuttugu til tuttugu og fimm metra dýpi og gátu ferðamenn virt fyrir sér kóralrif og sjávardýr í gegnum stýr kýraugu á hliðum hans. Amr Hanafy, ríkisstjóri Rauðahafs, segir að kafbáturinn hafi haft fullgilt leyfi og að stjórnandi ferðarinnar hafi verið með tilskilin réttindi. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað. Samtök ferðaþjónustufyrirtækja í Rússlandi segir að kafbáturinn hafi rekist á kóralrif og misst þrýsting á um tuttugu metra dýpi. BBC hefur eftir breskum manni sem ferðaðist með kafbátnum í febrúar að hann hafi virst í góðu ástandi og búinn nútímalegum tækjum.
Egyptaland Hafið Ferðaþjónusta Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira