Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 09:30 Willum Þór Þórsson þurfti tíma til að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Það högg veitti þó tækifæri til að eyða dýrmætum tíma með fjölskyldunni, sem og íhuga næstu skref. Vísir/Vilhelm Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref. Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira