„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Gunnar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 07:02 Sigmar lék sinn fyrsta leik fyrir Hött árið 2010 og kveður sem leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. gunnar gunnarsson Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“ Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“
Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02