„Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2025 21:36 Sigurður Ingimundarson náði að koma Keflavíkurliðinu í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. „Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann en Keflavík mætir Tindastóli, nýkrýndum deildarmeisturum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann en Keflavík mætir Tindastóli, nýkrýndum deildarmeisturum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira