Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 16:15 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar fyrir heimilislaust flóttafólk. Vísir/Vilhelm Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður. Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson. Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson.
Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira