Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Árni Sæberg skrifar 27. mars 2025 15:32 Nú má notaflugbrautina sem liggur í austur og vestur á Reykjavíkurflugvelli á ný. Vísir/Arnar Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun. Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samgöngustofu segir að í kjölfar grisjunar á trjágróðri í Öskjuhlíð að undanförnu hafi Isavia innanlandsflugvellir látið framkvæma nýtt mat á aðstæðum. Austfirska fyrirtækið Tandrabretti hefur undanfarið staðið í talsverðum framkvæmdum í Öskjuhlíð við að fella mikinn fjölda trjáa í hlíðinni. Hindrunarfletir nú óhindraðir Matið sýni að skilgreindir VSS-fletir séu nú án hindrana og í samræmi við mildunarráðstafanir. Samgöngustofa hafi yfirfarið gögnin og metið niðurstöðurnar. „Með hliðsjón af þessu hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar sl.“ Hér má sjá hluta þess svæðis sem var rutt trjágróðri. Þá er brautin sem um ræðir efst á myndinni.Vísir/Sigurjón Í minnisblaði Isavia til Reykjavíkurborgar um trjágróður í Öskjuhlíð eru VSS-fletir (e. visual segment surface) skýrðir svo: 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld út frá öryggissvæði flugbrautar og gleikkar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Niðurstaða úr slíku mati getur verið að lækka þurfi hindranir eða fjarlægja þær alfarið. Hafði áhrif á flugöryggi Austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar hefur verið lokuð allri flugumferð síðan tilskipunin tók gildi. Lokunin var af mörgum talin mikil ógn við flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, enda þurftu flugmenn í auknum mæli að lenda flugvélum í hliðarvindi vegna lokunarinnar.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira