Erlent

Sex taldir af eftir kafbátaslys

Jón Þór Stefánsson skrifar
Viðbragðsaðilar eru sagðir hafa bjargað þónokkrum.
Viðbragðsaðilar eru sagðir hafa bjargað þónokkrum. EPA

Sex létust og fleiri særðust eftir að kafbátur með túristum sökk í Rauða hafinu. Kafbáturinn var að sigla strendur Hurghada í Egyptalandi.

Á meðal hinna látnu voru tvö börn. Allir sem léstust voru Rússar. Í kafbátnum voru 45 ferðamenn og fimm egypskir starfsmenn. Ferðamennirnir eru frá Rússlandi, Indlandi, Noregi og Svíþjóð.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu. Fram kemur í umfjöllun BBC að öll tilskylin leyfi hafi verið til staðar.

Í nóvember síðasliðnum sökk bátur á svipuðum slóðum. Þá létust ellefu manns.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×