Körfubolti

Sjáðu alla mögu­leikana á ó­hemju spennandi loka­kvöldi

Sindri Sverrisson skrifar
Tindastóll gæti orðið deildarmeistari í kvöld en KR á í afar spennandi baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Tindastóll gæti orðið deildarmeistari í kvöld en KR á í afar spennandi baráttu um sæti í úrslitakeppninni. vísir/Anton

Hverjir vinna deildina? Situr stórveldi Keflavíkur eða KR eftir og missir af úrslitakeppni? Hrynur Grindavík niður í 8. sæti? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir æsispennandi lokakvöld í Bónus-deild karla í körfubolta og Vísir rýnir í þá.

Allir leikir kvöldsins verða í beinni textalýsingu á Vísi og fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.

Tindastóll getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Val en tapi Stólarnir þurfa þeir að treysta á að Stjarnan tapi fyrir Njarðvík.

Baráttan um síðustu sætin í átta liða úrslitakeppninni er ótrúlega jöfn en ÍR, KR, Keflavík og Þór Þ. berjast þar um tvö sæti.


Staðan fyrir lokaumferð Bónus-deildar karla 2025.

Lokaumferðin í kvöld:

  • Þór Þ. - Keflavík
  • Stjarnan - Njarðvík
  • Tindastóll - Valur
  • Grindavík - KR
  • Haukar - ÍR
  • Höttur - Álftanes

Allir leikir hefjast klukkan 19:15.


Helsti körfuboltagúrú landsins, blaðamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson, hefur lagst yfir alla möguleikana í kvöld og má sjá þá í töflunum hér að neðan.

Innbyrðis úrslit ráða lokastöðu ef lið verða jöfn að stigum þannig að það kemur sér vel fyrir liðin að hafa unnið þau lið sem eru næst þeim í stigatöflunni. Hér má sjá röð liða verði þau jöfn að stigum.

Röðin ef lið enda jöfn

  • Ef Tindastóll, Stjarnan og Njarðvík verða jöfn
  • 1. sæti Tindastóll
  • 2. sæti Njarðvík
  • 3. sæti Stjarnan
  • -
  • Ef Njarðvík og Valur verða jöfn
  • 3. sæti Valur
  • 4. sæti Njarðvík
  • -
  • Ef Álftanes og Grindavík verða jöfn
  • 5. sæti Álftanes
  • 6. sæti Grindavík
  • -
  • Ef Grindavík, ÍR og KR verða jöfn
  • 6. sæti ÍR
  • 7. sæti KR
  • 8. sæti Grindavík
  • -
  • Ef Grindavík og KR verða jöfn
  • 6. sæti KR
  • 7. sæti Grindavík
  • -
  • Ef Grindavík og ÍR verða jöfn
  • 6. sæti Grindavík
  • 7. sæti ÍR
  • -
  • Ef Álftanes, Grindavík, ÍR og KR verða jöfn
  • 5. sæti Álftanes
  • 6. sæti ÍR
  • 7. sæti KR
  • 8. sæti Grindavík
  • -
  • Ef Álftanes ÍR og KR verða jöfn
  • 5. sæti Grindavík
  • 6. sæti Álftanes
  • 7. sæti ÍR
  • 8. sæti KR
  • -
  • Ef Álftanes og KR verða jöfn
  • 6. sæti Álftanes
  • 7. sæti KR
  • -
  • Ef Álftanes og ÍR verða jöfn
  • 6. sæti Álftanes
  • 7. sæti ÍR
  • -
  • Ef ÍR, KR og Keflavík verða jöfn
  • 7. sæti ÍR
  • 8. sæti Keflavík
  • 9. sæti KR
  • -
  • Ef ÍR, KR og Þór Þorl. verða jöfn
  • 7. sæti ÍR
  • 8. sæti KR
  • 9. sæti Þór Þorl.
  • -
  • Ef KR og Þór Þorl. verða jöfn
  • 8. sæti KR
  • 9. sæti Þór Þorl.
  • -
  • Ef KR og Keflavík verða jöfn
  • 8. sæti Keflavík
  • 9. sæti KR

Við skulum einnig fara yfir liðin sem geta endað í þremur eða fleiri sætum. Til að mynda á Grindavík á hættu að dragast niður í 8. sæti og þurfa þá að glíma við deildarmeistarana í 8-liða úrslitum. KR og ÍR gætu best náð 6. sæti en í versta falli endað í 9. sæti og misst af úrslitakeppninni.

Liðin sem geta endað í þremur eða fleiri sætum

  • Stjarnan getur endað í þremur sætum
  • Fyrsta sæti: Vinna Njarðvík og Valur vinnur Tindastól
  • Annað sætið: Vinna Njarðvík og Tindastóll vinnur Val
  • Þriðja sætið: Tapa fyrir Njarðvík og Valur vinnur Tindastól (eða tapa með 11 stigum fyrir Njarðvík)
  • -
  • Grindavík gæti endað á mörgum stöðum
  • Fimmta sæti: Vinna KR og Höttur vinnur Álftanes
  • Sjötta sæti: Vinna KR og Álftanes vinnur Hött
  • Sjöunda sæti: Tapa fyrir KR og Haukar vinna ÍR
  • Áttunda sæti: Tapa fyrir KR og ÍR vinnur Hauka
  • -
  • KR gæti endað á mörgum stöðum
  • Sjötta sæti: Vinna Grindavík og Haukar vinna ÍR
  • Sjöunda sæti: Vinna Grindavík og ÍR vinnur Hauka
  • Áttunda sæti: Tapa fyrir Grindavík og Þór vinnur Keflavík
  • Níunda sæti: Tapa fyrir Grindavík og Keflavík vinnur Þór
  • -
  • ÍR getur ekki mætt deildarmeisturunum
  • Sjötta sæti: Vinna Hauka og KR vinnur Grindavík
  • Sjöunda sæti: Vinna Hauka og Grindavík vinnur KR
  • Áttunda sæti: GETA EKKI ENDAÐ Í ÞESSU SÆTI
  • Níunda sæti: Tapa fyrir Haukum og KR vinnur Grindavík
  • -
  • Keflvíkingar geta endað í þremur sætum
  • Áttunda sæti: Vinna Þór og KR eða ÍR tapa
  • Níunda sæti: Vinna Þór og bæði KR og ÍR vinna
  • Tíunda sæti: Tapa fyrir Þór
  • -
  • Þórsarar geta endað í þremur sætum
  • Áttunda sæti: Vinna Keflavík og KR vinnur Grindavík
  • Níunda sæti: Vinna Keflavík og Grindavík vinnur KR
  • Tíunda sæti: Tapa fyrir Keflavík

Sum liðin þurfa hjálp í kvöld og önnur gætu þurft hjálp til að styrkja stöðu sína. Sigurliðið úr leik Þórs og Keflavíkur í Þorlákshöfn þarf til að mynda aðstoð til að komast inn í úrslitakeppnina og Stjarnan þarf hjálp frá Val til að vinna deildina. Hér má sjá hvaða öðrum liðum en sínu eigin menn ættu að halda með í kvöld.

Liðin þurfa flest á hjálp að halda til að bæta stöðu sína

  • Tindastólsmenn halda með Njarðvík
  • [Enda í 1. eða 2. sæti]
  • * verða deildarmeistarar með sigri á Val (en varaleið er að Njarðvík vinni Stjörnuna)
  • -
  • Stjörnumenn halda með Valsmönnum
  • [Enda í 1., 2. eða 3. sæti]
  • * verða deildarmeistarar ef þeir vinna Njarðvík og Valur vinnur Tindastól
  • -
  • Njarðvíkingar halda með Valsmönnum
  • [Enda í 2. eða 3. sæti]
  • * ná öðru sætinu með 11 stiga sigri á Stjörnunni en sigur nægir ef Valur vinnur Tindastól og þrjú efstu liðin verða jöfn að stigum.
  • -
  • Valsmenn halda með Stjörnunni
  • [Enda í 3. eða 4. sæti]
  • * ná þriðja sætinu með sigri á Tindastól og ef Stjarnan vinnur Njarðvík
  • -
  • Álftnesingar þurfa bara að treysta á sig sjálfa
  • [Enda í 5. eða 6. sæti]
  • * halda fimmta sætinu með sigri á Hetti en geta ekki komist ofar.
  • -
  • Grindvíkingar halda með Hetti
  • [Enda í 5., 6., 7. eða 8. sæti]
  • * ná fimmta sæti með sigri á KR ef Höttur vinnur Álftanes
  • -
  • KR-ingar halda með Þór og Haukum
  • [Enda í 6., 7., 8. eða 9. sæti]
  • * Tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri
  • * missa af úrslitakeppninni ef þeir verða jafnir að stigum með ÍR og Keflavík í 7. til 9. sæti en ná inn ef þeir verða jafnir að stigum með ÍR og Þór í 7. til 9. sæti
  • -
  • ÍR-ingar halda með KR
  • [Enda í 6., 7. eða 9. sæti]
  • * Tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri
  • * ná sjötta sætinu með sigri á Haukum ef KR vinnur Grindavík
  • -
  • Keflvíkingar halda með Haukum og Grindavík
  • [Enda í 8., 9. eða 10. sæti]
  • * þurfa að vinna og að treysta á það að annað hvort KR eða ÍR tapi.
  • -
  • Þórsarar halda með KR
  • [Enda í 8., 9. eða 10. sæti]
  • * þurfa að vinna og verða líka að treysta á það að KR verða ekki eitt af liðunum sem verða jöfn með tuttugu stig.

Allir leikir kvöldsins verða í beinni textalýsingu á Vísi og fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×