Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:03 Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur standa kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz frammi fyrir því að geta átt von á uppsagnarbréfi á næstu mánuðum. Það verður í þriðja sinn frá árinu 2011. Hver er ástæðan fyrir því? Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og borgar sem fólst í því að ríkið tæki yfir greiðslu fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sér um að greiða hluta ríkisins og samkomulagið er endurnýjað á 3 ára fresti. Vandamálið liggur í því að upphæð framlagsins á þessum 3 ára tímabilum hækkar einungis eftir launavísitölu en tekur ekki tillit til launahækkana kennara sem eru á stundum hærri en almenn launavísitala, eins og t.d. núna þegar kennarar náðu fram 24% launahækkun á tímabilinu 2024-2028. Við kennarar fögnum að sjálfsögðu þeirri tímabæru hækkun, en ef hún verður til þess að við missum vinnuna þá verður að segjast að hún sé bjarnargreiði. Þar sem söngskólarnir eru í hlutarins eðli með mun stærri part af sínum kennslukostnaði undir þessu samkomulagi lenda skólarnir ítrekað í milljóna tapi þegar misræmi verður á kennslukostnaðinum og framlaginu. Í tilfelli Söngskóla Sigurðar Demetz hleypur upphæðin á um 10 milljóna tapi vegna kennslukostnaðar á þessu skólaári fram í ágúst. Þó þetta séu ekki háar upphæðir í stóra samhenginu þá eru þær háar fyrir fátækan skóla sem rekur sig á sléttu. Eina leiðin sem skólinn hefur til þess að bjarga sér væri að hækka skólagjöldin sem nú þegar eru með hæsta móti. Þó má einnig benda á að ólöglegt er að greiða kennslukostnað af skólagjöldum en aðstæðurnar neyða skólann til þess að gera það samt sem áður. Þetta er afar vond staða og ljóst er að skera þarf verulega niður frá og með næsta hausti ef skólanum tekst yfir höfuð að lifa af. Ef allt væri eins og best væri á kosið fengjum við í Söngskóla Sigurðar Demetz að fjölga í skólanum og geta þar með lækkað skólagjöldin á móti sem kæmi almenningi vel. Við viljum því hvetja fulltrúa Barna- og menntamálaráðuneytisins og sambands sveitarfélaganna til þess að endurskoða framlag jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna þannig að tekið verði tillit til þessarar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Einfaldasta breytingin væri sú að framlag til tónlistarskólanna taki tillit til launahækkana kennara frá þeim degi sem hækkanirnar koma til framkvæmdar. Menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, lagði nýverið fram frumvarp um Þjóðaróperu sem er gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenskt menningarlíf, og ekki síst íslenska söngvara úr klassíska geiranum. Við fögnum því að sjálfsögðu öll þar sem þar verður til vettvangur fyrir okkar nemendur til framtíðar. En á sama tíma verður að passa upp á söngnámið svo þeir listamenn sem munu starfa við óperuna í framtíðinni verði til yfirhöfuð. Söngkennsla hefur hingað til verið eini vettvangurinn fyrir íslenska söngvara að geta verið með fastar tekjur, og því er bransinn í afar slæmri stöðu ef skera þarf niður þar eins og nú lítur út fyrir. Lauslega reiknað hefur söngnemendum nú þegar fækkað um 150 manns á ári í Reykjavík frá því að þetta nýja samkomulag varð til. Nú þarf að spýta í lófana og laga til í eitt skipti fyrir öll. Við skorum á barna- og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að brúa bilið milli launahækkana kennara og launavísitölu svo að Söngskóli Sigurðar Demetz geti starfað áfram. Virðingarfyllst, Hallveig Rúnarsdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari, Agnar Már Magnússon kennari, Aladár Rácz kennari, Andrés Ramon kennari, Antonia Hevesi kennari, Ástríður Alda Sigurðardóttir kennari, Bára Grímsdóttir kennari, Bergþór Pálsson kennari, Bjarni Thor Kristinsson kennari, Björk Níelsdóttir kennari, Bryndís Guðjónsdóttir kennari, Elsa Waage kennari, Eyjólfur Eyjólfsson kennari, Guðbjörn Guðbjörnsson kennari, Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri og kennari, Gunnar Karel Másson kennari, Helga Bryndís Magnúsdóttir kennari, Hrönn Þráinsdóttir kennari, Ingunn Ósk Sturludóttir kennari, Ingvar Alfreðsson kennari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir kennari, Jóhannes Guðjónsson kennari, Laufey Sigrún Haraldsdóttir kennari, Lilja Guðmundsdóttir kennari, Margrét Hrafnsdóttir kennari, Orri Huginn Ágústsson kennari, Pétur Ernir Svavarsson kennari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir kennari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir kennari, Sigrún Hjálmtýsdóttir kennari, Sigurbjörg H. Magnúsdóttir kennari, Sólborg Valdimarsdóttir kennari, Þór Breiðfjörð aðstoðarskólastjóri og kennari, Þorsteinn Bachmann kennari.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun