Sækja á sjötta milljarð króna Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 10:13 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Vísir/Magnús Hlynur First Water, sem sérhæfir sig í sjálfbæru landeldi á laxi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Brim hlaut hvatningarverðlaunin Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira