Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun