Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2025 11:31 Rasmus Højlund fagnar að hætti Cristianos Ronaldo. getty/Michael Barrett Boesen Cristiano Ronaldo, markahæsta landsliðsmanni allra tíma, er alveg sama þótt Rasmus Højlund hafi hermt eftir einkennisfagni sínu í leik Danmerkur og Portúgals á dögunum. Højlund skoraði eina mark leiksins þegar Danir sigruðu Portúgali, 1-0, í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar á fimmtudaginn. Højlund fagnaði markinu eins og Ronaldo gerir vanalega; með hinu svokallaða siu fagni. Daninn segir Portúgalinn sé helsta átrúnaðargoð hans og þess vegna hafi hann fagnað eins og hann. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Højlund eftir leikinn á Parken. Ronaldo fannst Højlund ekki sýna sér vanvirðingu, þvert á móti var hann upp með sér. „Þetta er ekki vandamál fyrir mér. Þetta er ekki vegna þess að hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ég er nógu klár til að skilja að margir, ekki bara hann, nota fagnið mitt. Fyrir mér sýnir þetta virðingu,“ sagði Ronaldo fyrir seinni leik Portúgals og Danmerkur í kvöld. Højlund hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa verið ískaldur vikurnar þar á undan. Sigurvegarinn úr einvígi Portúgala og Dana mætir annað hvort Þýskalandi eða Ítalíu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi í byrjun júní. Hinn 22 ára Højlund hefur skorað átta mörk í 23 landsleikjum. Hinn fertugi Ronaldo er aftur á móti með 135 mörk í 218 landsleikjum. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Højlund skoraði eina mark leiksins þegar Danir sigruðu Portúgali, 1-0, í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar á fimmtudaginn. Højlund fagnaði markinu eins og Ronaldo gerir vanalega; með hinu svokallaða siu fagni. Daninn segir Portúgalinn sé helsta átrúnaðargoð hans og þess vegna hafi hann fagnað eins og hann. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Højlund eftir leikinn á Parken. Ronaldo fannst Højlund ekki sýna sér vanvirðingu, þvert á móti var hann upp með sér. „Þetta er ekki vandamál fyrir mér. Þetta er ekki vegna þess að hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ég er nógu klár til að skilja að margir, ekki bara hann, nota fagnið mitt. Fyrir mér sýnir þetta virðingu,“ sagði Ronaldo fyrir seinni leik Portúgals og Danmerkur í kvöld. Højlund hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa verið ískaldur vikurnar þar á undan. Sigurvegarinn úr einvígi Portúgala og Dana mætir annað hvort Þýskalandi eða Ítalíu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi í byrjun júní. Hinn 22 ára Højlund hefur skorað átta mörk í 23 landsleikjum. Hinn fertugi Ronaldo er aftur á móti með 135 mörk í 218 landsleikjum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira