„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 19:43 Áslaug Arna segist engin samskipti hafa haft við fjölmiðla vegna uppljóstrunar Ólafar Björnsdóttur um mál er varðar samband barnamálaráðherra við barnsföður hennar frá því fyrir 36 árum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum. Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum.
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent