Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 20. mars 2025 16:00 Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Mest lesið Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar