„Mjög krefjandi tímabil framundan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 11:02 Eiður Aron Sigurbjörnsson lék vel með Vestra í fyrra. Hann tekur annan slag með liðinu í sumar. vísir/anton Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að tímabilið gæti orðið strembið fyrir Vestra og erfitt sé að rýna í stöðu liðsins vegna mikilla breytinga sem hafa orðið á því. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Vestri endaði einmitt í 10. sæti deildarinnar í fyrra. „Það er krefjandi verkefni sem bíður þeirra í sumar. Þeir eru búnir að missa marga leikmenn, ellefu leikmenn farnir og fyrirliðinn [Elmar Atli Garðarsson] verður í banni fyrstu 6-7 umferðunum þannig að það er mjög krefjandi tímabil framundan hjá Vestra,“ sagði Albert. Vestri hefur bæði misst marka- og stoðsendingahæstu leikmenn sína frá síðasta tímabili; Andra Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén. „Þeir eru búnir að fá Kristoffer Grauberg til sín, stór og stæðilegur framherji, en þá vantar annan til að leiða línuna. Vestramenn voru þéttir undir lok síðasta tímabils og fóru svolítið að einblína bara á varnarleik. Davíð Smári [Lamude, þjálfari Vestra] er góður að „drilla“ varnarleikinn. Þá dró Andri Rúnar vagninn, skoraði mikið undir lokin og er ein stærsta ástæðan fyrir því að Vestramenn héldu sér uppi,“ sagði Albert. Klippa: 10. sæti Vestri „Þeir treysta mikið á Grauberg. Túfa hefur skorað mikið á undirbúningstímabilið en þeir þurfa að auka breiddina, bæði vantar þá mann fremst og líka í þetta þriggja hafsenta kerfi. Jeppe Gertsen fór. Það vantar líka breidd þar, ef einn af þessum hafsentum dettur út.“ Vestri sækir Val heim í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni sunnudaginn 6. apríl. Besta deild karla Vestri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Vestri endaði einmitt í 10. sæti deildarinnar í fyrra. „Það er krefjandi verkefni sem bíður þeirra í sumar. Þeir eru búnir að missa marga leikmenn, ellefu leikmenn farnir og fyrirliðinn [Elmar Atli Garðarsson] verður í banni fyrstu 6-7 umferðunum þannig að það er mjög krefjandi tímabil framundan hjá Vestra,“ sagði Albert. Vestri hefur bæði misst marka- og stoðsendingahæstu leikmenn sína frá síðasta tímabili; Andra Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén. „Þeir eru búnir að fá Kristoffer Grauberg til sín, stór og stæðilegur framherji, en þá vantar annan til að leiða línuna. Vestramenn voru þéttir undir lok síðasta tímabils og fóru svolítið að einblína bara á varnarleik. Davíð Smári [Lamude, þjálfari Vestra] er góður að „drilla“ varnarleikinn. Þá dró Andri Rúnar vagninn, skoraði mikið undir lokin og er ein stærsta ástæðan fyrir því að Vestramenn héldu sér uppi,“ sagði Albert. Klippa: 10. sæti Vestri „Þeir treysta mikið á Grauberg. Túfa hefur skorað mikið á undirbúningstímabilið en þeir þurfa að auka breiddina, bæði vantar þá mann fremst og líka í þetta þriggja hafsenta kerfi. Jeppe Gertsen fór. Það vantar líka breidd þar, ef einn af þessum hafsentum dettur út.“ Vestri sækir Val heim í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni sunnudaginn 6. apríl.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira