Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 14:43 Agnes Kristínardóttir er yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“