33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 11:18 Notkun nikótínpúða hefur stóraukist. Getty Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“ Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“
Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira